Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 16-18.
Í Tæknismiðjunni er mest notast við þrívíddarteikniforritið Tinkercad.
Góða við Tinkercad er að hægt er að nota það í nánast hvaða tölvu sem er og er það notað í gegnum vafra (eins og Chrome).
Fyrir þá sem vilja prófa sig áfram með Tinkercad þá er hægt að ýta hér (eða á Tinkercad-lógóið hér til vinstri), búa sér til aðgang og við mælum svo með að byrja á "Place it!" verkefninu á heimaskjánum ykkar. Það tekur ykkur í gegnum helstu aðgerðir í Tinkercad og er góður staður fyrir alla byrjendur.
Eftir að hafa hannað í Tinkercad notumst við við forrit sem heitir Bambu Studio frá Bambu Lab. Í þessu forriti er m.a. klárað að lita hlutina áður en þeir eru prentaðir.
Hægt er að sækja forritið hér eða með því að ýta á myndina til vinstri.
Með Tinkercad og Bambu Studio er lítið mál að fullvinna hönnunina sína heima og koma svo með í Tæknismiðjuna, eða jafnvel senda okkur skrána í tölvupósti og við komum henni í prent fyrir ykkur.