Þrívíddarprentun
Þrívíddarprentun
Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 16-18.
Verðskráin er einföld: grammið af filamenti kostar 10 krónur.
Hægt er að sjá í Bambu Studio hver þyngdin verður við prentun og því auðvelt að sjá fyrirfram hvert verðið á hlutnum er.
Tæknismiðjan er að taka sín fyrstu skref og til að byrja með verður aðeins verðskrá fyrir þrívíddarprentunina.
Aðrar aðstöður verða (allavega til að byrja með) gestum að kostnaðarlausu, en verðskrá Tæknismiðjunnar gæti tekið breytingum þegar líður á og munu þær þá verða birtar á þessari síðu.