Báturinn Benchy - Frægasta þrívíddarmódel heims.
Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 16-18.
Báturinn Benchy - Frægasta þrívíddarmódel heims.
Oft vantar lausnir við vandamálum og ekki hægt að kaupa lausn úti í búð. Kannski brotnaði lítið stykki af gömlum hlut sem er löngu hætt að selja og svo gott sem ómögulegt að finna varahluti.
Kannski ertu með sérstakt vandamál sem þarf sérhönnun til að leysa. T.d. rými sem vantar ákveðinn hlut í, en hann er annað hvort ekki til nein staðar eða bara til í röngum stærðum.
Þegar leysa þarf svona vandamál getur þrívíddarprentun verið svarið!
Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um verkefni sem hafa verið leyst með þrívíddarprentun.
Okkur vantaði einhverja sniðuga lausn í Tæknismiðjunni fyrir heyrnartólin hjá tölvunum. Borðplássið frekar lítið og oft því bara hengt heyrnartólin á skjáina, sem er ekki það ákjósanlegasta.
Svo við sérhönnuðum þessi hengi sem passa á tölvuturnana okkar. Taka ekkert borðpláss og fer mjög lítið fyrir þeim! :)
Í grunnskólanum vantaði lausn við geymslu fartölva þar sem óhentugt var að stafla þeim. Verra fyrir tölvurnar og erfiðara fyrir nemendur að nálgast ákveðna tölvu.
Aukaskjár sem var miklu lægri en aðalskjárinn. Hönnuð var hækkun sem skrúfuð var saman eftir prentun og nú er skjárinn í réttri auk þess sem að undir honum myndaðist fínt geymslupláss.
"Minimalisminn" var líka í aðalhlutverki í þessu verkefni. Hægt hefði verið að búa til gegnheilan hlut með veggjum og "þaki", en í staðinn var reynt að nota eins lítið filament og hægt var, en þó þannig að smíðin væri nógu sterk til að halda uppi skjánum.
Sérútbúinn myndavéla-armur til notkunar í félagsheimili Hvammstanga.
Bílskúrshilla úr Ikea með þremur hillum. Þar sem mikið bil var á milli hillanna þriggja voru sagaðar út tvær aukahillur og síðan þrívíddarprentaðir hillutappar til að halda þeim uppi.