Opið mánudaga og miðvikudaga kl. 16-18.
Að hanna og prenta sinn eigin hlut í þrívíddarprentara er mjög gefandi. En stundum vantar bara eitthvað fljótlegt og þá er alveg líklegt að einhver sé þegar búinn að hanna lausnina fyrir þig.
Í þannig tilfellum er gott að skoða vefsíður með hönnunum sem eru tilbúnar til prentunar. Fólk út um allan heim hannar hluti og deilir þeim (oftast frítt!) með öllum þeim sem vilja nýta sér þá.
Hér fyrir neðan eru nokkrar síður sem hægt er að skoða.
MakerWorld er síða með ótrúlega margar flottar og hagnýtar hannanir.
Þarna eru margir flottir skrautmunir, leikföng o.fl., en einnig eru þarna lausnir við vandamálum, bara sem dæmi hilluberar, snúrulausnir, snjallsímarstandar o.s.frv.
Ýtið á myndina til að fara á síðuna.